Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls voru greiðandi félagsmenn tæplega 1.400 á árinu 2016.  Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en um helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi

Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði

12/07/2017

KVH og önnur stéttarfélög BHM sem aðild eiga að sameiginlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins gerðu samkomulag s.l. haust við SA um breytingu á kjarasamningi. Hún fólst í sambærilegri hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði og um var samið hjá öðrum launþegum á almennum vinnumarkaði.

Framlag launagreiðanda hækkar frá 1. júlí 2017 og verður 10% í stað 8% áður. Þá hækkar framlagið aftur þ. 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11.5%, eins og hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga.

Þessa viðbót geta sjóðfélagar ráðstafað í séreignarsparnað, svokallaða tilgreinda séreign, í stað samtryggingar, í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Sjóðfélagar sjálfir þurfa að ákveða hvort viðbótariðgjaldið renni í tilgreinda séreign og þá hjá hvaða lífeyrissjóði, ella rennur það í samtryggingarhluta sjóðanna.

Fjármálaeftirlitið hefur nýverið vakið athygli lífeyrissjóða á þeirri skyldu þeirra að upplýsa sjóðfélaga um rétt þeirra til að ráðstafa framangreindum séreignarhluta iðgjalds, og beint þeim tilmælum til lífeyrissjóða að yfirfara heimasíður sínar og leiðrétta ónákvæmar eða villandi upplýsingar um framangreint.

Starfslokanámskeið Brú lífeyrissjóður

15/05/2017

Starfslokanámskeið: Brú lífeyrissjóður heldur námskeið fyrir sjóðfélaga um lífeyrisréttindi við starfslok í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík miðvikudaginn 17. maí næstkomandi.

Skráning og nánari upplýsingar hér

Kynningarfundur um breytingar á A-deild LSR

05/05/2017

LSR

Upplýsingasíða LSR um breytingar á A-deild

Aðalfundur

24/03/2017

Aðalfundur KVH var haldinn 23.mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti. Formaður til tveggja ára var kosinn Birgir Guðjónsson, gjaldkeri til tveggja ára Helga S. Sigurðardóttir og meðstjórnandi til tveggja ára Stefán Þór Björnsson. Fyrir í aðalstjórn eru þau Ragnheiður Ragnarsdóttir ritari og Guðfinnur Þór Newman meðstjórnandi.

Í varastjórn til eins árs voru kosnir Hjálmar Kjartansson, Sæmundur Árni Hermannsson og Einar Geir Jónsson. Skoðunarmenn reikninga til tveggja ára voru kosin Halla S. Sigurðardóttir og Jóngeir Hlinason.

eldri_frettir_button